Vinstri græn í
Reykjavík

Katrín og Svandís leiða í Reykjavík

Niðurstöður í forvali VG í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður liggja fyrir.

16. – 19. maí fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Reykjavík suður og norður. Valið var í fjögur efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. 

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti Katrín Jakobsdóttir með 784 atkvæði í 1. sæti

1. sæti Svandís Svavarsdóttir með 714 atkvæði í 1. sæti

2. sæti Steinunn Þóra Árnadóttir með 487 atkvæði í 1.-2. sætið

2. sæti Orri Páll Jóhannsson með 459 atkvæði í 1.-2. sætið

3. sæti Eva Dögg Davíðsdóttir með 529 atkvæði í 1.-3. sæti

3. sæti Daníel E. Arnarson með 516 atkvæði í 1.-3. sæti

4. sæti Brynhildur Björnsdóttir með 693 atkvæði í 1.-4. sæti

4. sæti René Biasone með 545 atkvæði í 1.-4. sæti

 

11 voru í framboði og greiddu 927 félagar í Vinstri grænum í Reykjavík atkvæði.


Nánari upplýsingar um úrslit forvalsins er að finna á vg.is.

 Forval 16. til 19. maí

Forval á framboðslista Vinstri grænna til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum Suður og Norður hefst kl. 8:00 sunnudaginn 16. maí og lýkur kl. 17:00 miðvikudaginn 19. maí.

Félagar sem skráðir voru í Vinstri græn í Reykjavík fyrir 7. maí sl. geta kosið í forvalinu.

Forvalið er rafrænt og því þurfa kjósendur að auðkenna sig með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum til að geta greitt atkvæði. Því er mikilvægt að afla sér þessara skilríkja tímanlega, en upplýsingar um það má finna hér:

Kosið verður í fjögur efstu sætin á framboðslistum Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Kosningin fer þannig fram að hver kjósandi velur tvo frambjóðendur í hvert sæti frá 1. til 4.

Nánari upplýsingar veitir kjörstjórn í netfanginu reykjavik@vg.is

Framundan