Daníel E. Arnarsson

Framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, 2. sæti.

Ég er 31 árs, fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn og hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því um tvítugt. Ég er í sambúð með Erlingi Sigvaldasyni, kennaranema og er framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 en ég hef gegnt því starfi frá árinu 2017. Ég er einnig varaþingmaður VG í Suðurkjördæmi og hefur áður tekið sæti á Alþingi. Aukinheldur er ég með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Ég byrjaði að vinna fyrir Vinstri græn í alþingiskosningum árið 2007 og var stjórnarmaður í Ungum vinstri grænum frá árinu 2008 til ársins 2014. Einnig hef ég stýrt tveimur kosningabaráttum fyrir VG, fyrir Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi, gengdi starfi framkvæmdastjóra 2014-2016, sat í stjórn hreyfingarinnar frá 2015-2019 og hef stýrt málefnahópum. Ég hef áður tekið sæti á lista í kosningunum 2009, 2013, 2016 og 2017.

Mín helstu áherslumál er rík og fjölbreytt atvinnutækifæri í Reykjavík með stóraukinni sókn í lista- og menningarlífi borgarinnar. Bæta þarf heilbrigðiskerfið enn frekar og þá sérstaklega er varðar geðheilbrigði og heilbrigðisþjónustu kvenna. Mannréttindabarátta er mér hjartans mál og legg ég afar ríka áherslu á að Ísland skipi sér í fremsta flokk er varðar mannréttindi hinsegin fólks. Einnig vil ég standa fyrir mannúðlegra kerfi fyrir þau sem leita að alþjóðlegri vernd og aukna áherslu á skattkerfið sem jöfnunartæki.

Aðrir frambjóðendur