Eva Dögg Davíðsdóttir

Doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði, í 3.-4. sæti.

Ég heiti Eva Dögg Davíðsdóttir, og er doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði við Norska umhverfis og lífvísindaháskólann við Ås. Í doktorsverkefninu mínu hef ég gert rannsókn á stefnumótun í þágu grænna umskipta í þróunarlöndum, með áherslu á Indland. Samhliða þessu hef ég starfað sem einn af höfundum væntanlegrar skýrslu Milliríkjarnefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), þar sem ég er hluti af vinnuhópi 2, sem fjallar um áhrif og aðlögun að loftslagsvánni. Á krossgötunum að loknu doktorsnámi, langar mig að nýta þá þekkingu sem ég hef öðlast í þágu stefnumótunar og taka virkari þátt í stjórnmálum, og gef því kost á mér í 3-5 sæti á framboðslista Vinstri grænna Reykjavík. Ég brenn fyrir umhverfis- og loftslagsmálum, og vil gjarnan vera hluti af því mikilvæga starfi sem framundan er þegar kemur að friðlýsingum og stefnumótun sem samræmist áætlunum um samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Ég trúi því að Ísland hafi getu og burði til að vera sjálfbært samfélag að miklu leiti, en til þess þarf skýrar, framsæknar aðgerðir og samvinnu. Velferðarmálin og  eru mér einnig hugleikin, og það er mér mikilvægt að stuðla að réttlátum umskiptum, þar sem fleiri tækifæri skapast en tapast. 

Aðrir frambjóðendur