8. sæti

Guy Conan Stewart

Reykjavík suður

Grunnskólakennari

Af hverju VG? Nú er komið að skuldadögum í umhverfismálum. Ef fram heldur sem horfir þá eru það afkomendur okkar sem þurfa að standa skil á greiðslu þeirrar skuldar. Áður en ég er allur, vil ég vinna að því að létta þá skuldabyrgði eftir fremsta megni. Í mínum huga er áhrifamesta leiðin að því markmiði, pólitísk forysta Katrínar Jakobsdóttur. Við getum náð umhverfismarkmiðum okkar og jafnframt notið lífsgæða, en við erum komin út á ystu nöf í þeim efnum.

Þrjú helstu baráttumál: Auk umhverfismála er ég sérstakur talsmaður vetnisefnahagskerfisins sem ég tel stystu leiðina til að hægja á hlýnun jarðar. Einnig eru menningarmál í víðum skilningi mér hugleikin.

Aðrir frambjóðendur