10. sæti

Hólmfríður Sigþórsdóttir

Reykjavík norður

Framhaldsskólakennari

Af hverju VG? Umhverfismál er smá málaflokkur sem mér er mest umhugað um, þar hefur VG verið leiðandi afl, nú með umhverfisráðherra sem hefur lagt fram aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og fjármagn með henni. Ég gef kost á mér þar sem að ég tel faglegan bakgrunn minn styðja VG og áfram til góðra verka.

 Þrjú helstu baráttumál?

Umhverfismál, þátttaka í umhverfisáttmálum á heimsvísu t.d. gegn hamfarahlýnun og staðbundin t.d. með áherslu á bætt loftgæði og græna hvata í atvinnulífinu og nýsköpun.

Náttúruvernd með áherslu á verndun líffræðilegrar fjölbreytni & vistheimt

Stuðningur við grunnrannsóknir, háskóla Íslands og þar með menntasamfélagið

Aðrir frambjóðendur