12. sæti

Íris Andrésdóttir

Reykjavík norður

Grunnskólakennari

Af hverju VG? Ég kýs VG því ég vil aukinn jöfnuð og jafnrétti í landinu og jafnframt vil ég sjá sterkara og öflugra menntakerfi með hag nemenda og fagfólks í fyrirrúmi.  

Þrjú helstu baráttumál?

  • Skóli án aðgreiningar; að stefnunni fylgi sá faglegur stuðningur og það fjármagn sem nauðsynlegt er til að styðja og styrkja nemendur í námi og félagslegum þroska.
  • Málefni hinsegin fólks; réttindi fólks til að skilgreina sig sjálft og réttur þeirra til að búa og starfa í samfélagi án fordóma og aðgreiningar.
  • Betra heilbrigðiskerfi; greiðara og ókeypis aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni, aukið ríkisfjármagn í rekstur spítala og fjölgun búsetuúrræða fyrir aldrað fólk.  

Aðrir frambjóðendur