1. sæti

Katrín Jakobsdóttir

Reykjavík norður

Forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri-grænna er Reykvíkingur í húð og hár. Hún er gift Gunnari Sigvaldasyni, doktorsnema í stjórnmálafræði og saman eiga þau þrjá drengi; Jakob, Illuga og Ármann Áka. Hún hefur setið á Alþingi síðan 2007 en áður starfaði hún meðal annars við íslenskukennslu, fjölmiðla og bókaútgáfu.

Katrín hefur leitt núverandi ríkisstjórn síðan 2017 en hún gegndi embætti mennta- og menningarmálaráðherra 2009-2013. Hún var kjörin formaður Vinstri-grænna 2013. Katrín er oddviti Vinstri-grænna í Reykjavík norður.

Aðrir frambjóðendur