7. sæti

Kristín Magnúsdóttir

Reykjavík suður

Mastersnemi í mannfræði

Af hverju VG? Grunnstoðir hreyfingarinnar, félagslegt jafnrétti, femínismi og umhverfisvernd eru þær hugsjónir sem mér finnst eiga að vera leiðarljós okkar inn í framtíðina. Í VG er heill her af hugsjónafólki sem ég treysti og ber virðingu fyrir og það er mikill heiður að fá að taka þátt í baráttunni með þeim.

Þrjú helstu baráttumál?

  • Jafnrétti til náms. Ég vil að bæta kjör námsmanna, auka aðgengi að háskólanámi í heimabyggð með auknu fjarnámi og tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í skólum landsins.
  • Fátækt. Ég vil bæta aðstæður barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra. Fátækt barna á ekki að líðast í gnægtarsamfélagi. Ég vil lækka útgjöld til barnagæslu og skólagöngu barna og ungmenna.
  • Húsnæðismál. Ég vil að allir geti tryggt sér þak yfir höfuðið. Við þurfum að móta hér húsnæðisstefnu sem er grundvölluð á þörfum fólks en ekki fjármagns.

Aðrir frambjóðendur