Orri Páll Jóhannsson

Aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra og varaþingmaður, 2. sæti.

Orri Páll Jóhannsson – 2. sæti

Aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra og varaþingmaður VG 

Ég hef komið víða við í námi og starfi en sem aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra þá hef ég fengið ómetanlegt tækifæri til þess að nýta þekkingu mína og reynslu í þágu umhverfis- og náttúruverndamála. Ég hef komið að innra starfi VG frá árinu 2016 og sit í flokksráði. 

Réttlátt samfélag er gott samfélag. Leiðarstefið í hverju samfélagi á að vera hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þar sem við beitum okkar opinberu heilbrigðis-, mennta- og skattkerfum til jöfnuðar, tryggjum mannréttindi, göngum af skynsemi og virðingu um auðlindir Jarðar með hringrásarhagkerfið í fyrirrúmi og vinnum að friðsamlegum lausnum ágreiningsefna. Loftslagsváin er stærsta áskorun samtímans sem krefst róttækra aðgerða og grundvallarbreytinga á því hvernig við berum okkur að. Til þess þurfum við nýjar hugmyndir og hugvit í formi nýsköpunar en ekki minnst hugrekki til þess að breyta af gömlum vana með velsæld alls mannkyns að markmiði. 

Ég finn að í VG er farvegur fyrir mínar hugmyndir. Undir tryggri forystu Katrínar Jakobsdóttur á þessu kjörtímabili þá hefur okkur í VG tekist að vinna að góðum málum og byggja betra, réttlátara og umhverfisvænna samfélag með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og það á tímum heimsfaraldurs. Ég er stoltur af því að tilheyra þessari hreyfingu og vil gjarnan leggja mitt af mörkum á næsta kjörtímabili með því góða fólki sem starfar með VG. 

Um mig 

Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, búfræðingur að mennt og með BSc-gráðu í vistfræði og stjórnun náttúrusvæða frá Umhverfis- og lífvísindaháskóla Noregs. Ég hef lagt stund á hagnýta siðfræði, með áherslu á umhverfis- og náttúrusiðfræði, til meistaragráðu við Háskóla Íslands en ekki lokið námi. Ég hef m.a. starfað að umhverfismennt, sem landvörður víða og þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. Ég er giftur Jóhannesi Elmari Jóhannessyni Lange. 

Facebook: orripall

Aðrir frambjóðendur