16. sæti

Ragnar Auðun Árnason

Reykjavík suður

Stjórnmálafræðingur

Ástæðan fyrir því að VG heillaði mig var stefna hreyfingarinnar í umhverfis- og friðarmálum sérstaklega. Þó að í dag hafi ég kannski meiri áhuga á menntamálum, málum sem snúa að  félagslegu réttlæti, kvenfrelsi- og mannréttindum. En það eru líka bara grunngildi VG sem maður sér að allir meðlimir hreyfingarinnar trúa á sem fær mann til þess að staldra við og halda baráttunni áfram. Berjast fyrir þeirri hugsjón að uppræta þurfi þann ójöfnuð sem ríkir í samfélaginu og að við öll eigum að geta lifað mannsæmandi lífi. Þeirri hugsjón að við öll eigum að fá sömu tækifæri óháð kyni, kynhneigð, trú, uppruna, búsetu o.s.frv. og þeirri hugsjón að við eigum að vernda þær náttúruauðlindir sem við eigum, svo fátt eitt sé nefnt.

Aðrir frambjóðendur