René Biasone

Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, 4. sæti.

Ég er bæði ítalskur og íslenskur ríkisborgari og flutti til Íslands árið 2000. Síðan þá hef ég  unnið í 11 ár sem stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir fatlað fólk og nú síðastliðin 9 ár hef ég unnið sem sérfræðingur og teymisstjóri  náttúrusvæðateymis Umhverfisstofnunar. 

Ég vil áfram vera fulltrúi almennings, Íslendinga og útlendinga sem búa Íslandi, og halda áfram baráttunni fyrir eflingu velferðarkerfisins og verndun náttúru Íslands og nýta þekkingu mína og reynslu í þeim málaflokkum. 

Undanfarin ár hafa verið mér lærdómsrík á vettvangi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og óska ég þess að fá umboð til að halda áfram og leggja mitt að mörkum til að bæta samfélagið með jöfnuð, réttlæti og frið að leiðarljósi. 

Aðrir frambjóðendur