6. sæti

Sveinn Rúnar Hauksson

Reykjavík suður

Læknir

Af hverju VG?

Ég gekk í VG við stofnun þeirrar hreyfingar og hef fundið að þar á ég góða félaga sem láta sér annt um baráttu fyrir náttúru- og umhverfisvernd og einnig jafnréttisbaráttu og þar er mér ekki nóg að fjalla um jafnrétti á grundvelli kyns, kynhneigðar, litarháttar, trúar og uppruna, heldur og ekki síður jafnrétti fólks sem á  við fatlanir að stríða, langvinna sjúkdóma eða erfiðar félagslegar aðstæður. Sjálfur hef ég lagt þar áherslu á hlut okkar sem tökumst á við geðrænar áskoranir og krafist þess að okkar hópi sé ekki mismunað með beitingu þvingana og alls kyns nauðungar.

Þrjú helstu baráttumál

Félagslegt jafnrétti í víðasta skilningi. Útrýmum fátækt og misrétti.

Umhverfisvernd þarf að vera allt um lykjandi í stefnu okkar og störfum, hún snýst um líf okkar og framtíð hér á jörðu.

Baráttan gegn bandarísku heimsveldastefnunni og þar er framlag okkar úrsögn úr NATO, hernaðar- og kjarnorkuvopnabandalagi.

Aðrir frambjóðendur